19 September 2006 12:00
Þetta umferðarmerki ættu flestir ökumenn að kannast við en það merkir bann við akstri dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla. Merkið er m.a. að finna við fjölfarnar umferðargötur í borginni en þar er akstur slíkra ökutækja ýmist bannaður eða háður sérstökum skilyrðum.
Segja má að ein megin regla eigi við um þessi skilyrði. Hún er sú að akstur af þessu tagi er alfarið bannaður á fjölförnum umferðargötum á álagstímum. Þá er átt við virka daga frá klukkan 7:30 – 9:00 á morgnana og 16:30 – 18:30 síðdegis.
Það vill stundum brenna við að þessi regla sé ekki virt og það getur skapað mikla hættu. Vinnuvélar fara hægt yfir og þá grípa aðrir ökumenn til framúraksturs. Ökumenn dráttarvéla, torfærutækja á hjólum og vinnuvéla eru því beðnir um að fylgjast með þessu umferðarmerki og virða skilaboðin sem það flytur.