11 September 2013 12:00

Laust eftir kl. 21:00 í kvöld fékk lögreglan á Akureyri tilkynningu um að bátur hefði strandað skammt frá landi við Gáseyri við vestanverðan Eyjafjörð.  Sagt var að 4 aðilar væru um borð en einungis tveir þeirra væru með björgunarbúnað.  Óvíst var með hvort að leki væri kominn að bátnum.  Björgunarsveitir Landsbjargar á Akureyri og á Dalvík voru kallaðar út og voru björgunarbátar komnir á vettvang um klukkustund síðar.

Í ljós kom að báturinn var með brotið drif og hafði engin leki komið að honum.  Var hann dregin á flot aftur og síðan drógu björgunarbátar hann út á Hjalteyri þangað sem komið var kl. 23:00 og engum var meint af.   Lögreglan við koma þeim tilmælum til allra sem til sjávar eru að vera í viðeigandi björgunarbúnaði, s.s björgunarvesti.