31 Október 2006 12:00

Bílferjan Norræna kom til Seyðisfjarðar í nótt kl.00.45. Við afgreiðslu hennar sem hófst kl.09.00 í morgun gaf maður sig fram við landamæraverði og óskaði eftir hæli á Íslandi. Maðurinn sem er 52 ára Kosovo Serbi kom með ferjunni frá Noregi. Lögreglan hafði samband við Útlendingastofnun sem mun fjalla um hælisumsókn hans. Var tekin af honum hælisskýrsla og að því loknu var hann fluttur suður og mun dvelja á Fitjum á meðan mál hans er til meðferðar.