5 Mars 2009 12:00

Dóms- og kirkjumálaráðherra hefur að tillögu ríkislögreglustjóra sett Berglindi Kristinsdóttur til þess að gegna embætti aðstoðaryfirlögregluþjóns í efnahagsbrotadeild tímabundið um hálfs árs skeið.  Berglind er sett aðstoðaryfirlögregluþjónn í fjarveru Sveins Ingibergs Magnússonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns, en Sveinn fluttist til starfa hjá sérstökum saksóknara vegna bankahrunsins.  Berglind er skipaður lögreglufulltrúi hjá embætti ríkislögreglustjóra og hefur starfað í efnahagsbrotadeild um árabil.  Hún hefur meðal annars lokið námi frá FBI Academy fyrst íslenskra lögreglukvenna.

Ríkislögreglustjóri, 5. mars 2009.