23 September 2006 12:00
Lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvuðu á níunda tímanum í morgun, bifhjólamann sem ók á ofsahraða í gegnum sýsluna.
Tilkynnt hafði verið um ofsaakstur bifhjóls á Suðurlandsvegi í austurátt, laust upp úr kl 08 í morgun. Lögreglumenn sáu svo hjólið þar sem því var ekið í gegnum Hvolsvöll, skömmu síðar. Lögreglan hóf eftirför eftir bifhjólinu og náði að stöðva aksturinn um 10 km austan við Hvolsvöll, en ökumaður hafði ekki tekið eftir stöðvunarmerkjum lögreglunnar fyrr.
Ökumaður stöðvaði þá strax akstur og hafði hann þá mælst á um 170 km/klst. Ökumaður bifhjólsins var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum og má hann eiga von á 70 þúsund króna sekt í framhaldinu.