20 Mars 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur bifhjólamenn til að aka varlega og sýna aðgát. Nú er sá árstími sem margir bifhjólamenn koma með hjólin sín á göturnar og því er þetta nefnt hér. Á götum í umdæminu eru víða sandur og ryk og því geta akstursskilyrði verið varhugaverð. Til áréttingar má geta þess að þrjú umferðaróhöpp, þar sem bifhjólamenn komu við sögu, voru tilkynnt til lögreglunnar í gær. Í öllum tilvikum var um að ræða bifhjólamenn sem misstu stjórn á hjólum sínum en engin önnur ökutæki komu við sögu í þessum málum. Í einu tilfelli var um beinbrot að ræða en í hinum fór betur en á horfðist þótt menn slyppu með heilahristing og skrámur. Vegna þessa ítrekar lögreglan þau tilmæli sín til bifhjólamanna að þeir aki varlega og sýni fyllstu aðgát.