23 Janúar 2015 14:43

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í gær vegna gruns um fíkniefnaaksturs, var auk neyslunnar sviptur ökuréttindum. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð. Lögregla lagði hald á bifreið hans vegna ítrekaðra brota, skv. 107 gr. umferðarlaga. Var það gert í samráði við löglærðan fulltrúa embættisins. Við leit í bifreiðinni fannst hvítur poki með sprautunál, svo og tóbaksblandað kannabis.

Tveir til viðbótar voru einnig handteknir vegna fíkniefnaaksturs. Þegar lögregla gaf öðrum þeirra merki um að stöðva bifreiðina gerði hann það með þeim  hætti að kippa upp handbremsunni þannig að bifreiðin skrikaði til hliðar. Í sömu andrá stökk ökumaðurinn út úr henni og tók sprettinn. Lögreglumaður hljóp hann uppi og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð. Ökumaðurinn sá reyndist hafa neytt amfetamíns, kókaíns og kannabis að því er sýnatökur staðfestu.

Loks reyndist ökumaður, sem stöðvaður var við almennt umferðareftirlit, ölvaður undir stýri.