4 Júní 2004 12:00

Nú í nótt eða snemma í morgun var brotist inn í skíðaskálann í Tungudal á Ísafirði.  Rúða í útidyrahurðinni var brotin, en ekki var að sjá að þjófnaður hafi átt sér stað á því sem í skálanum var eða aðrar skemmdir unnar.  Fyrir utan skálann fannst hvít Toyota corollabifreið, skutbifreið.  Sem hafði verið stolið nú í nótt fyrir utan heimili eiganda í Hnífsdal. Nokkrar skemmdir hafa orðið á bifreiðinni. 

Lögreglan á Ísafirði rannsakar nú innbrotið í skíðaskálann og einnig nytjastuldinn.  Svo virðist sem bifreiðinni hafi verið ekið utan í eitthvað, aðra bifreið eða annan rauðleitan hlut.  Lögreglan á Ísafirði óskar eftir upplýsingum frá þeim sem hugsanlega búa yfir einhverri vitneskju um hver hafi verið þarna að verki, grunsamlegar mannaferðir eða annað sem getur komið að gagni við að upplýsa þessi tvö mál.