6 Apríl 2004 12:00

Rétt upp úr miðnætti í nótt, sem leið, var gamalli Subarubifreið stolið, fyrir utan heimili eiganda í Hnífsdal.  Bifreiðinni, sem var með kerru í eftirdragi, var ekið tiltölulega stutta vegalengd í Hnífsdalnum þar til henni var ekið utan í mannlausa bifreið.  Þar skammt frá var bifreiðin yfirgefin, eða við gatnamót Heiðarbrautar og Ísafjarðarvegar.

Nokkurt tjón varð á báðum bifreiðunum.  Sá er ók bifreiðinni er ófundinn og óskar lögreglan eftir upplýsingum frá þeim sem hugsanlega búa yfir þeim varðandi málið.