2 Mars 2006 12:00

Bílamiðstöð ríkislögreglustjóra, sem er stoðdeild fyrir lögregluembættin, hefur flutt starfsemi sína úr Borgartúni 5 og verður nú bíla- og búnaðarmiðstöð fyrir lögregluna í nýju húsnæði Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð 14. 

Við formlega opnun á þriðjudag afhenti Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra, lykla að hinu nýja húsnæði að viðstöddum dóms- og kirkjumálaráðherra og fleiri gestum.  Í máli ríkislögreglustjóra kom fram að mikil uppbygging og endurnýjun hefur átt sér stað á ökutækjum og öðrum búnaði fyrir lögregluna á síðustu árum.  Eru ökutækin um 150 talsins og þeim er ekið um 5,500.000 kílómetra á ári að meðaltali.  Á næstunni er stefnt að því að endurnýja ökutæki og annan búnað lögreglunnar fyrir um 87 mkr. 

Agnar Hannesson er rekstrar- og þjónustustjóri bíla- og búnaðarmiðstöðvarinnar, og eru starfsmenn hennar fjórir.

Myndir sem hér fylgja voru teknar í Skógarhlíðinni 28. febrúar.