21 Desember 2004 12:00
Bílbeltanotkun ökumanna samkvæmt mælingum lögreglunnar í Keflavík árið 2004 í þéttbýli á Suðurnesjum var að meðaltali 86 %. Árið 2003 var hún um 77 %, þannig að beltanotkun hefur aukist um 9 %.
Bílbeltanotkun utan þéttbýlis var árið 2004 um 93 %. Árið 2003 var beltanotkunin um 90 %, þannig að hún hefur aukist um 3 %.
Árið 2004 hafa 411 ökumenn verið kærðir Suðurnesjum vegna þess að þeir notuðu ekki bílbelti. Árið 2003 voru 366 ökumenn kærðir fyrir það sama. Á árinu 2004 hafa samtals 1720 ökumenn verið kærðir fyrir vanrækslu á notkun öryggisbelta í öllum lögregluumdæmum landsins, þar af tæpur fjórðungur í umdæmi Sýslumannsins í Keflavík.
Ætla má að færri ökumenn séu slasaðir þetta árið vegna aukinnar bílbeltanotkunar. Það má einnig ætla að þeir sem slösuðust og voru í beltum, séu minna slasaðir vegna beltanna. Lögreglan í Keflavík mun áfram leggja mikla áherslu á að koma öllum ökumönnum og farþegum í bílbelti, jafnt í þéttbýli sem utan þéttbýlis.