10 Ágúst 2012 12:00

Lögreglan á Suðurnesjum hefur að undanförnu haft afskipti af allmörgum ökumönnum sem ekki hafa haft öryggisbeltin spennt við aksturinn. Á síðustu tveimur dögum hafa sex ökumenn verið staðnir að slíku broti á umferðarlögum. Það er ekki einungis að sá sem gerist brotlegur í þessum efnum þurfi að greiða tíu þúsund krónur í sekt, heldur trassar hann að nota svo mikilvægt öryggistæki sem bílbeltin eru. Það hefur margsannast að alvarleg meiðsl hafa orðið í umferðarslysum af því að umræddu öryggisatriði hefur ekki verið sinnt.