23 Mars 2015 12:45

 

Bíll valt og öðrum var ekið aftan á lögreglubifreið á vettvangi skammt frá Vogaafleggjara í gærkvöld. Mikil ísing var á veginum þegar atvikið átti sér stað. Ökumaður var einn í bifreiðinni sem valt og hafði hann misst stjórn á henni með ofangreindum afleiðingum. Þegar lögreglubifreiðin nálgaðist slysavettvang og hún hægði ferðina skipti engum togum að annarri bifreið var ekið aftan á hana. Ökumaður bifreiðarinnar sem valt var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítalans. Lögreglumaðurinn sem ók lögreglubifreiðinni og tveir farþegar í bifreiðinni sem ekið var aftan á hana voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.