4 Nóvember 2016 09:47

Nokkuð var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bifreið sem ekið var eftir Skógarbraut valt eftir að ökumaðurinn missti stjórn á henni. Hafnaði hún á hvolfi utan vegar. Mældist vegalengdin frá því að hún fór út af og þar til að hún staðnæmdist 40 metrar. Ökumaðurinn fór á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Þá var bifreið ekið aftan á aðra sem var kyrrstæð og mannlaus í vegkanti á Aðalgötu.  Í öðrum tilvikum var um minni háttar mál að ræða.