7 Febrúar 2014 12:00

Ríkislögreglustjóri hefur skipað Birnu Guðmundsdóttur lögreglufulltrúa við Lögregluskóla ríkisins frá og með 1. mars næstkomandi. Birna lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 2009. Þá hefur Birna lokið BA gráðu í sálfræði frá Converse College South Carolina í Bandaríkjunum og meistaragráðu í réttarsálfræði frá Háskólanum í York í Bretlandi.

Hún hefur starfað við almenna löggæslu og einnig í landamæradeild við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum og við almenna löggæslu hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Undanfarið hefur hún unnið í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum.