22 Janúar 2017 17:59

Um klukkan ellefu í dag barst lögreglu tilkynning frá björgunarsveitafólki á Reykjanesi að skammt frá Hafnarvegi hefði fundist handsprengja. Sprengjusérfræðingar ríkislögreglustjóra fóru á vettvang og rannsökuðu handsprengjuna, en hún reyndist óvirk æfingasprengja, þá líklegast frá dögum ameríska hersins á Íslandi. Sprengjusérfræðingar tóku æfingasprengjuna í sína vörslu.

Er almenningi bent á að snerta ekki torkennilega hluti sem það kann að finna ef það telur þá vera hættulega, sprengjur eða annað og hafa samband við lögreglu.

Æfingahandsprengja