27 Maí 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið að gjöf tvö Björgvinsbelti frá tryggingafélaginu Sjóvá. Björgvinsbeltið er löngu viðurkennt sem öflugt björgunartæki og hentar vel við björgun, m.a. við hafnir og vötn. Björgvinsbeltin verða sett í útkallsbifreiðar embættisins. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu átti fyrir tvö Björgvinsbelti og er þetta því kærkomin viðbót til að tryggja öryggi almennings.

Ágúst Svansson aðalvarðstjóri og Fjóla Guðjónsdóttir, forvarnarfulltrúi Sjóvá.