13 Febrúar 2007 12:00

Mánudaginn 12. febrúar kl. 20:00 hélt Lögreglan á Vestfjörðum borgarafund með íbúum Reykhólahrepps.  Á fundinum var farið yfir áherslur lögreglunnar á  löggæslu svæðisins og kallað eftir sýn íbúanna á þeirri löggæslu og afstöðu þeirra til málefna löggæslunnar almennt.  Um 11 % íbúa hreppsins mættu  til fundarins.  Eftir kynningu á embættinu svöruðu lögreglustjóri og aðrir lögreglumenn fyrirspurnum.  Gagnlegar umræður urðu um löggæslumálefni svæðisins sem munu gagnast stjórnendum embættisins við framtíðskipulagningu löggæslunnar. 

Þriðjudagskvöldið 13. febrúar n.k. verður samskonar fundur með bæjarbúum á Patreksfirði og í framhaldi af því fundað í flestum öðrum þéttbýliskjörnum umdæmisins. Vonir standa til að fólk mæti til þessara funda og láti sjónarmið sín þar í ljósi og þar með stuðla að framtíðskipulagningu löggæslunnar.