12 Ágúst 2013 12:00

Svo virðist sem að brennuvargur gangi um á Egilsstöðum og kveiki í bifreiðum, og skiptir þá engu máli hvar bifreiðarnar eru staðsettar.  Þann 29 júní s.l. um kl. 02:00 var kveikt í bifreið við Tjarnarbraut 9.  Rann sú biferið upp á íbúðarhúsi þar sem íbúar voru sofandi og mátti engu muna að eldur kæmist í húsið og var einungis um snarræði lögreglumanna sem komu fyrst á vettvang, sem björguðu því að illa færi.  Þann 11. ágúst s.l. laust fyrir kl. 04:55 var borin eldur að bifeið sem stóð í stæði við Laufás 5, á Egilsstöðum.  Sú bifreið stóð mjög nálægt íbúðarhúsinu, þar sem að eldri kona var sofandi.  Vel gekk að slökkva eldinn en bifreiðin er gerónýt.  Sömu nótt um 10. mínútum seinna var borin eldur að bifreið sem staðsett var á lóð vestan við Menntaskólann á Egilsstöðum.  Sú bifreið er gerónýt..

Það er gríðarlega mikilvægt að íbúar séu í sambandi við lögregluna á Egilsstöðum ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir sama hversu lítilfjörlegar þær virðast vera.  Hægt er að koma upplýsingum á netfangið egs@logreglan.is eða í síma lögreglunnar á Egilsstöðum 470-2140

Lögreglan á Egilsstöðum fer með rannsókn málisins í samvinnu við rannsóknardeild lögreglunnar á Eskifirði.