25 Júní 2015 14:40

Breski ferðamaðurinn sem leitað hefur verið að á Þingvöllum frá því í morgun er fundinn.  Hann var á göngu við Botnsúlur þegar leitarmenn í þyrlu LHG komu auga á hann.  Maðurinn var fluttur með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík.  Hann var þreyttur og illa áttaður en að öðru leiti vel á sig kominn.

Lögregla þakkar leitarmönnum öllum vel unnin störf.