15 September 2006 12:00
Gerð hefur verið breyting á akstri um Vesturgötu í Reykjavík. Hún felur í sér að nú er einstefna til austurs frá gatnamótum Vesturgötu/Ægisgötu og að gatnamótum Vesturgötu/Garðastrætis. Á fyrrtöldu gatnamótunum er jafnframt stöðvunarskylda. Samkvæmt því skulu ökumenn sem fara um Vesturgötu nema staðar fyrir þá sem aka Ægisgötu.
Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna varkárni þegar farið er um áðurnefndar götur. Vera kann að einhverjum ökumönnum sé ókunnugt um þessa breytingu á akstri um Vesturgötu.