17 Mars 2005 12:00

Eins og notendur sjá hafa verið gerðar nokkrar útlitsbreytingar á lögregluvefnum, samhliða öðrum minniháttar breytingum á virkni hans.  Þær felast einkum í því að nú eru fjórir birtingargluggar á forsíðu í stað tveggja áður.  Á efri hluta síðunnar, hægra og vinstra megin, eru fréttir og tilkynningar frá lögregluliðunum, en í neðri hlutanum birtast nú í sér glugga hægra megin auglýsingar um lausar stöður lögreglumanna. Vinstra megin birtast tilkynningar af vef almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans.

Enski hluti vefsins hefur jafnframt verið endurbættur til að auðvelda erlendum borgurum að nálgast efni vefsins og nú opnast beint á enska hluta hans ef notuð er vefslóðin: http://www.police.is

Auk þessa hefur áskriftasíða vefsins verið bætt til að gera almenningi auðveldara að gerast áskrifendur, eða hætta áskrift að einstaka þáttum eða öllum. (Sjá liðinn áskriftir í valliðunum hér til vinstri).