19 Nóvember 2003 12:00

Með bréfi dómsmálaráðuneytis, dags. 8. október 2003, er fallist á tillögur ríkislögreglustjóra um breytt fyrirkomulag tæknirannsókna af hálfu lögreglunnar. Hófust  flutningar á tækjum og búnaði í gær frá ríkislögreglustjóranum til lögreglustjórans í Reykjavík.Við breytingarnar færast tiltekin verkefni frá ríkislögreglustjóranum til lögreglustjórans í Reykjavík, sem mun hafa með höndum  allar vettvangsrannsóknir og samanburðarrannsóknir, en tæknistofa ríkislögreglustjórans mun hafa með höndum viðfangsefni sem snúa að reglum og leiðbeiningum, erlendu samstarfi, eftirliti og  fleiru. Breytingum þessum fylgir ein og hálf staða til lögreglustjórans í Reykjavík.

Hér er hægt að sjá myndir frá flutningunum, sem teknar voru af Júlíusi Sigurjónssyni.