31 Ágúst 2007 12:00

Lögreglan á Vestfjörðum vill minna foreldra barna og ungmenna á þá árlegu breytingu sem verður á útivistarreglunum frá og með 1. september nk.  Þá styttist sá tími sem börn og ungmenni mega vera úti lögum samkvæmt.  Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir samvinnu við foreldra og aðra sem vinna með börnum og ungmennum hvað eftirfylgni varðar.

Að lokum vill lögreglan minna foreldra á orð sálfræðinganna Sæmundar Hafsteinssonar og Jóhanns Inga Gunnarssonar um uppeldi :

„Reglur eru þroska barna okkar afar mikilvægar og leggja grunn að velgengni í mannlegum samskiptum.  Það er lagaleg og siðferðileg skylda okkar að kenna börnum okkar að virða lög og reglur og þekkja sín mörk í mannlegum samskiptum.  Virðing fyrir reglum styrkir einstaklinginn en veikir hann ekki.“