3 Október 2005 12:00

Föstudaginn 30. september undirrituðu Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri og Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, endurskoðaðar verklagsreglur um þjónustu Neyðarlínunnar vegna erinda til lögreglu og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Við endurskoðun verklagsreglnanna hefur verið tekið mið af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í samstarfi fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þar sem leitast hefur verið við að efla samstarfið, einfalda vinnubrögð og tryggja betri þjónustu við almenning.