25 Október 2010 12:00

Dómsmálaráðherra hefur sett Öldu Hrönn Jóhannsdóttur, staðgengil lögreglustjórans á Suðurnesjum, í embætti saksóknara hjá ríkislögreglustjóra frá og með 25. október 2010 vegna leyfis skipaðs saksóknara Helga M. Gunnarssonar.

Ríkislögreglustjóri hefur ráðið Einar Tryggvason og Eyjólf Ármannsson sem aðstoðarsaksóknara frá 15. s.m.

Þá hefur ríkislögreglustjóri ráðið nýja starfsmenn og fjölgað starfsmönnum efnahagsbrotadeildar sem nú eru 15. Gert er ráð fyrir frekari fjölgun.