3 Desember 2012 12:00

Frá árinu 2007 hefur brotum í Mosfellsbæ fækkað verulega. Innbrotum hefur t.d. fækkað um helming á tímabilinu og ofbeldisbrotum næstum jafnmikið. Þá hefur eignaspjöllum fækkað um 38%, en frá þessu var skýrt á árlegum fundi lögreglunnar með fulltrúum Mosfellinga sem haldinn var í stjórnsýsluhúsinu fyrir helgina. Fundurinn var vel sóttur eins og jafnan áður en auk kynningar um þróun brota í bæjarfélaginu voru birtar niðurstöður úr netkönnun, Reynsla íbúa höfuðborgarsvæðisins af lögreglu, öryggi og afbrotum.

Samkvæmt henni eru tæplega 80% íbúa í Mosfellsbæ ánægðir með störf lögreglunnar og segja hana skila góðu starfi við að stemmu stigu við afbrotum. Hljóðið í fundargestum var sömuleiðis gott en þeir voru ánægðir með þann árangur, sem að framan var lýst. Ýmsar spurningar komu fram á fundinum, m.a. sem sneru að sýnileika og viðveru lögreglunnar í Mosfellbæ. Málefni nýrrar lögreglustöðvar voru einnig rædd en áform um byggingu lögreglustöðvar við Skarhólabraut gengu ekki eftir. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu á netinu en tölfræðina frá honum má annars nálgast með því að smella hér. 

Mosfellsbær

Ef óskað er eftir skjótri aðstoð lögreglu skal undantekningarlaust hringja í 112. Ef erindið er af öðrum toga, og þolir e.t.v. einhverja bið, vinsamlegast hafið samband við þjónustuver lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000. Sömuleiðis er hægt að koma upplýsingum á framfæri um hvaðeina með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is