15 September 2017 15:46

Maður fórst í eldsvoða á sveitabæ á Fljótsdalshéraði í gær. Slökkvilið var kallað að bænum rétt fyrir hádegi en íbúðarhúsið var þá alelda og fannst maðurinn þar látinn. Kennslanefnd ríkislögreglustjóra þarf að staðfesta hver maðurinn er en miklar líkur eru taldar á að hann sé íbúi hússins. Árangurslaus leit var gerð að honum í gær. Ekki er á þessari stundu hægt að upplýsa um nafn mannsins. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór austur og rannsakar vettvang brunans ásamt rannsóknardeild lögreglunnar á Austurlandi