3 Mars 2009 12:00

Um kl. 16:40 var tilkynnt um að eldur væri laus í íbúð á efrihæð að Hlíðargötu 25 í Neskaupstað.  Lögregla og slökkvilið komu mjög fljótt á staðinn og greiðlega gekk að slökkva eldinn.  Kona sem er íbúi í íbúðinni fékk snert af reykeitrun og var flutt á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar og er líðan hennar góð eftir atvikum.  Talsverðar skemmdir urðu á íbúðinni.  Rannsókn á eldsupptökum stendur yfir.