9 Febrúar 2007 12:00

Bruni varð í vélaskemmu við bæinn Meiri-Tungu í Rangárvallasýslu í gærkvöld. Eldurinn barst að samliggjandi mjólkurhúsi mikill reykur fór um allt fjósið sem einnig er samliggjandi. Fyrir snarræði heimilifólksins náðist að bjarga kúm sem voru í fjósinu. Miklar skemmdir urðu á húsunum og er vélaskemman ónýt og öll verkfæri sem í henni voru. Eldsupptök eru kunn, en talið er ljóst að kveiknað hafi í út frá rafsuðu.

All tiltækt slökkvilið í sýslunni var sent á staðinn, en tveir slökkviliðsmenn úr slökkviliði Brunarvarna Rangárvallasýslu bs. slösuðust í baráttunni við eldinn, en slökkvistarf tók á þriðja tíma. Slökkviliðsmennirnir leituðu aðstoðar læknis í framhaldi af þessu, en áverkar voru taldir minniháttar.

All tiltækt slökkvilið í sýslunni var sent á staðinn, en t