7 Mars 2013 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna vegna rannsóknar hennar á bruna í Grafarvogi, en tilkynnt var um eld í bíl við Húsaskóla í Dalhúsum klukkan. 1.47 í nótt. Þar kviknaði í ljósgrænum Renault Megane Scenic, en vegfarandi náði að slökkva eldinn. Grunur leikur á að kveikt hafi verið í bílnum. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is