20 Janúar 2007 12:00

Lögreglan í Árnessýslu hefur í samvinnu við Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins handtekið 5 aðila vegna rannsóknar á bruna í íbúðarhúsi við Norðurbyggð 18A í Þorlákshöfn í morgun.    Vísbendingar eru um að um íkvekju hafi verið að ræða og óskar lögregla eftir upplýsingum um mannaferðir í Þorlákshöfn eftir kl. 04:00 s.l. nótt.   Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um gang hennar að svo komnu máli.

Sími lögreglu á Selfossi er 480-1010