25 Október 2007 12:00

Konan sem handtekin var í Vestmannaeyjum vegna brunarannsóknarinnar frá í gær er í haldi lögreglunnar á Selfossi.  Krafa um  gæsluvarðhald yfir henni var gerð fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag. Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til að flytja hana til lands svo unnt væri að leiða hana fyrir dómara innan tilskilns frests þar sem ófært var fyrir annað flug til Eyja vegna skyggnis.   Dómari tók sér frest til kl. 16:00 til að taka afstöðu til kröfunnar. 

Rannsókn málsins miðar vel áfram en rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi ásamt lögreglunni í Vestmanneyjum og tæknideild Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins vinnur að henni.