11 Október 2003 12:00

Húsið var læst og mannlaust er slökkvilið Bolungarvíkur kom á vettvang en eldur kraumaði milli þilja í lofti í þeim hluta hússins þar sem geymdar voru fiskvinnsluvélar og ýmis búnaður. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem húsið var einangrað með timburspónum og mikill hiti hafði myndast í þakinu. Þar sem húsið var áfast öðrum húsum var gripið til þess ráðs að ryðja hlutum þess niður með vinnuvélum til að hefta útbreyðslu eldsins.

Kl. 18:50 kom slökkvilið Ísafjarðar á vettvang til að aðstoðar og lauk slökkvistörfum um miðnætti en þá var allt húsið hrunið.

Tjón í þessum eldsvoða varð umtalsvert enda eyðilagðist talsvert af tækjum og öðrum búnaði frá ýmsum aðilum, sem þarna var í geymslu.

Unnið er að rannsókn á eldsupptökum en líkur benda til að kviknað hafi í út frá rafmagni.