13 Júlí 2016 21:47

Björgunarmenn á vettvangi í Sveinsgili hafa nú náð að staðsetja manninn sem leitað hefur verið að í ánni undir skaflinum.  Unnið er að því að ná honum upp.   Aðrir björgunarsveitarmenn eru að ganga frá á vettvangi, bæði við ána og í Landmannalaugum þar sem vettvangsstjórnstöð hefur verið starfrækt.

Frekari upplýsingar af málinu verða ekki veittar að sinni en Lögreglan á Suðurlandi vill þakka þeim fjölmörgu viðbragðsaðilum sem að leitinni komu fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf við leitina.