22 Júní 2010 12:00

Ný stilling umferðarljósa á gatnamótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar verður virk miðvikudaginn 23. júní. Vinstri beygja frá Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut verður bönnuð á álagstímum og er það gert til að draga úr myndun biðraða við gatnamótin. Verst hefur ástandið verið síðdegis og teygja biðraðir sig þá langt eftir Sæbrautinni og einnig inn á Miklubraut með tilheyrandi töfum og slysahættu. Stilling umferðarljósanna byggir á umferðarmælingum á álagstímum. Smellið hér til að sjá nánar um vinstri-beygjubannið á þessum gatnamótum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun leggja áherslu á aukið eftirlit við gatnamótin til að byrja með og á þeim tímum sem lokun varir. Markmið þess er að fylgjast með að allt gangi vel fyrir sig og leiðbeina vegfarendum ef þörf krefur.