10 September 2010 12:00

Ögmundur Jónasson dómsmála-og mannréttindaráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í gær ásamt embættismönnum ráðuneytisins. Yfirstjórn ríkislögreglustjóraembættisins átti fund með ráðherra um löggæslumál. Að fundi loknum kynnti ráðherra sér starfsemi embættisins og ræddi við starfsfólk.  

Á myndinni er Ögmundur Jónasson ásamt Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra.