26 September 2003 12:00

Fimmtudaginn 25. september heimsótti Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Lögregluskóla ríkisins. Í för með ráðherra voru ráðuneytisstjórinn, helstu starfsmenn lögregludeildar ráðuneytisins auk aðstoðarmanns ráðherra.

Skólastjórnendur tóku á móti ráðherra, sýndu honum skólann og gerðu honum grein fyrir starfsemi hans. Ráðherra heilsaði einnig upp á þátttakendur á símenntunarnámskeiði framhaldsdeildar og hitti nemendur grunndeildar skólans en þeir voru við ýmsar verklegar æfingar þennan dag.

Eru skólastjórnendur mjög ánægðir með þessa heimsókn og þau góðu skoðanaskipti sem áttu sér stað.

Ráðherra ræddi við nemendur grunndeildar skólans og kynnti sér hvað þeir væru að fást við í námi sínu

Ráðherra ræddi við nemendur grunndeildar skólans og kynnti sér hvað þeir væru að fást við í námi sínu