11 Október 2010 12:00
Undanfarin mánuð eða svo hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagt sérstaka áherslu á eftirlit með farsímanotkun ökumanna án handfrjálss búnaðar og notkun stefnuljósa. Á meðfylgjandi töflu má sjá fjölda þeirra ökumanna sem gerst hafa brotlegir við þessi ákvæði umferðarlaga og lögreglan hefur haft afskipti af. Brotin eru til þess fallin að skapa hættu í umferð. Hegðun af þessu tagi hlýtur því í besta falli að teljast dónaskapur.
Lögreglan hvetur ökumenn til að huga að þessum einföldu reglum í umferð og sýna öðrum vegfarendum þannig þá virðingu sem þeir eiga skilið.
Fjöldi ökumanna sem lögregla hafði afskipti af vegna farsímanotkunar án handfrjálss búnaðar og þeirra sem ekki notuðu stefnuljós á tímabilinu 7. september til 10. október. Til samanburðar er sama tímabili áranna 2008 og 2009 þegar ekki var um sérstakt átak lögreglu að ræða.