29 Janúar 2014 12:00

Lögreglunni á Selfossi hefur borist beiðni um rannsókn á þjófnaði á tómum drykkjarumbúðum úr söfnunargámi björgunarsveitarinnar Ingunnar sem er til húsa að Lindarskógi 7 á Laugarvatni.  Grunur er um að þjófnaðurinn hafi átt sér stað frá því í lok september eða byrjun október síðastliðinn fram að áramótum.  Aðstandendur björgunarsveitarinnar áætla að verðmæti umbúðanna sem stolið hefur verið sé á bilinu 300 til 600 þúsund krónur.      Dágóð upphæð það sem hefði gagnast sveitinni vel til erfiðra og kostnaðarsamra björgunarstarfa í þágu almennings.  Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsingar að hafa samband í síma 480 1010.  Hafa skal í huga að lítill vísir getur komið að gagni til að upplýsa málið.