13 Desember 2007 12:00

Jólagetraun lögreglunnar og Umferðarstofu er fyrir alla krakka í 1. til 5. bekk en lagðar voru fram átta spurningar um umferðarmál. Vinningshafar í umdæmi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru dregnir út fimmtudaginn 13. desember en í verðlaun er bókin Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Í henni segir frá ævintýrum villibarna á samnefndum hnetti lengst úti í geimnum.

Dregið var úr innsendum lausnum á lögreglustöðinni við Hverfisgötu en hið sama var einnig gert á svæðisstöðvum í umdæminu. Tæplega 600 krakkar fá verðlaun en bækurnar verða keyrðar til vinningshafa á næstu dögum.

Þau sáu um að allt færi fram samkvæmt settum reglum. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, Ásdís Haraldsdóttir rannsóknarlögreglumaður, Ólafur G. Emilsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Hildur Rún Björnsdóttir rannsóknarlögreglumaður, Kristín Björg Þorsteinsdóttir, fræðslufulltrúi umferðaröryggissviðs Umferðarstofu, Haraldur Sigurðsson rannsóknarlögreglumaður og Eiður H. Eiðsson lögreglufulltrúi.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Stefán Eiríksson lögreglustjóri árituðu í gríð og erg.