17 Apríl 2015 11:29

 

Það óhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni að drengur sem var að hlaupa yfir götu varð fyrir bíl. Atvikið bar að með þeim hætti að hópur barna var að koma út úr rútu, sem stöðvuð hafði verið í vegkanti. Ökumaður sem ók eftir götunni var að horfa á eftir hópnum, sem var kominn yfir, þegar drengur sem dregist hafði aftur úr hljóp yfir götuna og varð fyrir bifreiðinni, þar sem ökumaðurinn náði ekki að hemla í tæka tíð.

Drengurinn reyndist slasaður á fótum og var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítala þar sem gert var að meiðslum hans.