12 Mars 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir upplýsingum um mannaferðir og bílaumferð í og við Kirkjuland og Árvelli á Kjalarnesi, s.l. laugardagskvöld og aðfararnótt sunnudags; 8-9 mars. Rannsóknin snýr að slæmri meðferð dýra. Ef einhver býr yfir upplýsingum sem varða málið er viðkomandi beðinn um að hafa samband í gegnum síma 444-1000 á dagvinnutíma, gegnum netfangið sigurdur.petursson@lrh.is eða einkaskilaboð gegnum fésbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.