15 Júní 2006 12:00

Dagana 29. maí til 1. júní var haldið dyravarðanámskeið hér á Ísafirði.  Námskeið þetta er fyrsta sinnar tegundar hér á Vestfjörðum.  Ellefu manns sóttu námskeiðið bæði konur og karlar.  Markmiðið er að ávallt verði menntaður dyravörður við störf  á öllum skemmtistöðum umdæmisins eftir n.k. áramót.  Stefnt er að því að halda annað námskeið í haust.

Á námskeiðinu var farið yfir lög og reglugerðir sem snúa að veitingastöðum, tryggingarmál, slysahjálp, eldvarnir, verkalýðsmálefni og margt fleira.  Allt efnið miðar að því að gera dyraverðina hæfari til að gegna skyldum sínum.  Lögmaður Sjává-Almennra trygginga, slökkviliðsstjórinn á Ísafirði og fulltrúi verkalýðsfélagsins auk lögreglu og lögreglustjóra á Ísafirði komu með framlag á námskeiðinu.

Ekki var að heyra og sjá annað en dyraverðir væru ánægðir með námskeiðið og stilltu þeir sér upp til myndatöku, með lögreglustjóra, að námskeiðinu loknu.