13 Nóvember 2009 12:00

Fréttatilkynning.

Samkvæmt ákvörðun Útlendingastofnunar vísaði lögreglan á Suðurnesjum í dag tveimur EES borgurum frá landinu. Við ákvörðun Útlendingastofnunar var litið til frávísunarheimilda í ákvæðum 41. gr. útlendingalaga þar sem skírskotað er til allsherjarreglu og almannaöryggis. Mennirnir komu til landsins að kvöldi þriðjudagsins 10. nóvember frá London Heathrow. Við afskipti lögreglu vaknaði grunur um að þeir væru hingað komnir í ólögmætum tilgangi. Í samvinnu við tollgæslu fannst í fórum mannanna  búnaður sem ætlaður er til að svíkja fé af fólki með beitingu blekkinga og fölsun Evruseðla. Sams konar búnaður hefur áður verið tekinn af mönnum sem hingað hafa komið í sama tilgangi. Mennirnir eru franskir ríkisborgarar.

Lögreglan á Suðurnesjum.