26 Nóvember 2012 12:00
Slysum er rekja má til aksturs á móti rauðu ljósi á höfuðborgarsvæðinu hefur farið fækkandi milli ára, úr 43 árið 2008 niður í 33 árið 2011 samkvæmt tölum Umferðarstofu. Ástæða þykir til að benda á þennan góða árangur en jafnframt hvetja ökumenn til að gera enn betur í framtíðinni. Af þeim sökum mun lögregla halda úti sérstöku auknu eftirliti á völdum ljósastýrðum gatnamótum höfuðborgarsvæðisins til 7. desember næstkomandi. Eftirlitið verður á þeim gatnamótum þar sem slys hafa orðið flest síðustu ár samkvæmt tölum Umferðarstofu eða sérstök ástæða önnur þykir til, svo sem vegna hraðaksturs eða vegna ábendinga til lögreglu um ógætilegan akstur.
Markmiðið er að hvetja ökumenn til varkárni almennt og vekja athygli á þeirri hættu sem því fylgir ef leiðbeiningum sem gefnar eru um umferð, þar með talin umferðarljós, er ekki fylgt.
Lögregla leggur áherslu á sýnileika á gatnamótunum og mun tilkynna hvar og hvenær hún verður við eftirlit hverju sinni, en þessa vikuna verður lögreglan við eftirlit á eftirtöldum gatnamótum:
27. nóvember Sæbraut/Holtavegur 11-12
27. nóvember Nýbýlavegur/Dalvegur 15-16
28. nóvember Borgartún/Kringlumýrarbraut 11-12
28. nóvember Sæbraut/Kringlumýrarbraut 15-16
28. nóvember Suðurlandsbraut/Kringlumýrarbraut/Laugavegur 16-17
29. nóvember Hringbraut (nýja)/Njarðargata 11-12
29. nóvember Hafnarfjarðarvegur/Reykjavíkurvegur/Álftanesvegur 15-16
29. nóvember Miklabraut/Kringlumýrarbraut 16-17
30. nóvember Breiðholtsbraut/Stekkjarbakki/Skógarsel 11-12
30. nóvember Miklabraut/Háaleitisbraut 15-16
30. nóvember Grensásvegur/Miklabraut 16-17