27 Maí 2016 11:54

Lögreglan á Suðurnesjum og tveir starfsmenn frá embætti ríkisskattstjóra heimsóttu í vikunni nokkra staði þar sem boðið er upp á heimagistingu samkvæmt upplýsingum á vefnum Airbnb.com. Erindið var að athuga hvort tilskilin leyfi væru til staðar sem og bókhaldsgögn yfir reksturinn. Í þeim tilvikum þar sem húsráðendur voru til svara reyndust hvorki vera fyrir hendi leyfi né bókhald.

Umræddar heimsóknir lögreglu og ríkisskattstjóra eru liður í að fylgjast með því að þeir sem bjóða upp á heimagistingu í umdæminu fari að lögum og reglum þar að lútandi. Í framhaldinu verður fylgst með þeim stöðum sem þegar hafa verið heimsóttir og jafnframt farið á fleiri staði  í sama tilgangi.