3 Nóvember 2021 15:28

Lögreglan á Austurlandi mun á næstunni halda uppi öflugu eftirliti með rjúpnaveiðum og eru veiðimenn minntir á að vera með skotvopnaleyfi og veiðikort meðferðis. Þá er rétt að minna á að samkvæmt nýrri reglugerð umhverfisráðherra „er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Ekki er heimilt að hefja leit eða veiði fyrr en kl. 12.00 þá daga sem heimilt er að veiða. Rjúpnaveiðar eru þó alltaf óheimilar á friðuðu svæði, sbr. 9. gr“

Lögreglan hvetur ökumenn til að muna eftir að hreinsa vel af öllum rúðum bifreiða sinna áður en haldið er af stað í umferðina. Þannig verði umferðaröryggi tryggt og komið í veg fyrir afskipti lögreglu, en 20.000 kr. sekt liggur við slíku broti sbr. 69.gr.uml.

Þá rétt að minna forráðamenn ólögráða að fylgja því eftir að þau noti endurskinsmerki enda kominn sá tími ársins. Það skiptir öllu máli að börn og barnavagnar séu sýnileg í umferðinni.