3 September 2015 13:25

Nú þegar skotveiðin er komin í fullan gang þykir rétt að minna veiðimenn á að nauðsynlegt er að þeir hafi meðferðis við veiðar bæði skotvopnaskírteini og veiðikort.  Í þeim tilfellum sem notuð er byssa sem lánuð er frá öðrum þarf einnig að hafa meðferðis skriflegt leyfi eiganda byssunnar þar sem hann heimilar veiðimanninum notkun á henni. 

Lögreglan á Vesturlandi verður með virkt eftirlit með skotveiðum á næstu vikum.  Í því eftirliti verða m.a. réttindi veiðimanna könnuð ásamt því að kannað verður hvort byssur séu löglegar til veiða.  Því ekki er heimilt að nota byssur sem taka fleiri en þrjú skot við veiðar. 

Lögreglan mun einnig huga sérstaklega að utanvegaakstri.

Ef réttindi og búnaður veiðimanna er ekki í lagi má búast við því að að lögregla leggi hald á byssu viðkomandi og að viðurlögum verði beitt.