14 Mars 2011 12:00

Nokkuð hefur borið á ábendingum vegfarenda til lögreglu um akstur á móti rauðu ljósi á gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla tekur þessar ábendingar alvarlega og mun leggja sérstaka áherslu á eftirlit við ljósastýrð gatnamót næstu vikur. Þá mun lögregla og fylgjast með því að stöðvunarskylda á gatnamótum sé virt.

Lögregla bendir ökumönnum á þá miklu hættu sem af brotum sem þessum stafar og hvetur til aðgæslu að þessu leyti sem öðru. Þeir sem brotlegir gerast mega eiga von á sektum.